Vélmennaherbergi fyrir lítinn meistara – og jólaleikur Óskalistans!

Bróðursonur minn, Arnaldur Kjárr, er einstaklega kúl barn og kom því ekkert annað til greina en að græja ofursvalt vélmennaherbergi fyrir herramanninn. Foreldrar Arnalds eru ekki þekkt fyrir að fara hefðbundnar leiðir (eru t.d. með gerfigras á baðherbergisveggnum) og var þemað auðvitað tekið upp á annað level með fáránlega flottri silfurmálningu!

Ég get ekki sagt að ég mæli með silfurmálningunni í svona fínvinnu, hún þekur illa og getur orðið flekkótt en eftir þó nokkuð margar umferðir var útkoman hinsvegar mjög góð og glampinn algjör snilld. Passið líka að nota ekki fínu dýru penslana í skrautmálningu eins og þessa því glimmerið er lífseigt og þvæst illa úr þó öll málning sé hreinsuð burt.

Ég ákvað að setja örlitla svarta útlínu utan um fígúrurnar til að skerpa betur á þeim svo þær verði ekki ósýnilegar við mesta glampann.

Hér sést vel hvað það glampar flott á málninguna.

Ég set líklega inn skemmtilegri myndir þegar prinsinn flytur í herbergið og rúmið og allt dótið hans er komið þangað inn. Þangað til verðum við að láta myndir af veggjunum nægja.

Svo er bara spurning hversu vel lesendur eru að sér í vélmennafræðum?

***JÓLALEIKUR ÓSKALISTANS***

 Hvað heita vélmennin sem þarna sjást? (Taka skal fram að ekki eiga öll vélmennin sér fyrirmynd).

Í verðlaun er málverk eftir mig (á 4 á lager sem sigurvegarinn fær að velja á milli). Dregið verður úr réttum svörum á Þorláksmessu!

Svör sendist á bergruniris@gmail.com

***

Fólki gengur illa að finna út úr gæjanum út á enda. Hér sést hann aðeins betur. Það þarf ekki að segja nafnið á honum, ég er ekki viss um að hann heiti neitt.. og ég hef bara séð hann í þessari stellingu. En hann er bara bónusstig fyrir ofurnörda og 9 vélmenni duga til að komast í pottinn.

news and informations automotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travelautomotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travel
 1. Hafdís Ársælsdóttir

  5. December 2011 at 14:24

  Ég sé 12 mismunandi vélmenni 🙂
  Æðislega flott herbergi!

 2. Ásdís Valdimarsdóttir

  5. December 2011 at 15:58

  flott herbergi

 3. Elva

  5. December 2011 at 16:45

  Ég vil vera með, hversu mörg nöfn á að nefna? 🙂

 4. Bergrún Íris

  5. December 2011 at 17:30

  Best auðvitað að geta svarað öllu rétt 😉 En það þarf 9 rétt til að komast í pottinn!

Leave a comment

Your email address will not be published.