Litlir kassar

Ég verð voðalega meyr þegar afmæli einkasonarins nálgast. Nú er rúmur mánuður í þriggja ára afmælið, sem er auðvitað ótrúlegt því það er eins og hann hafi fæðst í gær. Í fyrra fékk hann þennan litla kassa í 2ja ára afmælisgjöf frá mömmu sinni.

Stuttu áður hafði ég setið frammi í stofu og hlustað á þá feðga spjalla saman inn í herbergi þegar pabbinn segir við soninn: “Veistu hvernig þú varðst til Darri Freyr?” – Mér krossbrá og fannst drengurinn fullungur til að læra á býflugurnar og blómin. En sagan sem kom á eftir var svo yndisleg að ég varð að gera eitthvað við hana.

Svo ég klippti út söguna af því hvernig við urðum fjölskylda:

(Þarna á að standa 15. sept en það rifnaði aðeins af. 15.sept 2002 fann ég manninn minn í Osló)

Mamma og pabbi elskuðu hvort annað svo mikið að hjartað hennar mömmu stækkaði…

… og stækkaði

þar til það skipti sér í tvennt…

og þannig varðst þú til…

29. okt 2009 – 18 merkur – 54 cm – Darri Freyr

***

news and informations automotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travelautomotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travel
 1. Kristrún Helga

  19. September 2012 at 22:24

  Vá ertu að grínast þú mikli listamaður! Þetta er geggjað!

 2. Bergrún Íris

  30. September 2012 at 21:11

  vá takk fyrir 🙂 tek þessu sem miklu hrósi komandi frá þér 🙂

 3. Soffia

  30. September 2012 at 22:48

  Jeminn eini, mikið óskaplega er þetta fallegt hjá þér/ykkur!

  Þvílíkur dýrgripur fyrir soninn að eiga þegar að fram líða stundir!

Leave a comment

Your email address will not be published.