Lítið hús fyrir lítinn snilling

Beta mágkona mín er hugmyndarík móðir tæplega tveggja ára drengs sem heitir Arnaldur Kjárr. Herbergið hans er að verða rosalega fínt og nú á hann sitt eigið litla hús inn í herberginu. Betu hafði langað að gefa syni sínum hús og ákvað að nýta í það lítið ikea borð sem var á leiðinni á haugana. Hún skellti sér í Ólátagarð og fékk aðstoð við sníðagerð og keypti þar fata- og föndurlím. Því næst tók hún tvenn rúmföt sem hún notar aldrei, klippti og límdi allt saman og þurfti ekki að sauma eitt einasta spor! Efninu var skellt yfir borðið og allt fest tryggilega svo enginn geti slasað sig. Ekkert efni er á hliðinni sem snýr að veggnum svo þar er hægt að hengja upp myndir og fleira skemmtilegt. Inn í húsinu er útbreiddur gærupoki og púðar svo þar er orðið ansi kósý, auk þess sem húsið stendur á gervigrasi – hversu skemmtilegt er það!?

Framkvæmdin tók um tvær kvöldstundir og næsta skref segir Beta vera að kaupa díóðuperur (sem hitna ekki) og setja inn í húsið!

Love it!

Hérna eru fleiri skemmtileg krakkahús!

apartment therapy

sheknows.com

Make it – Love it 

Prudent Baby

 ***

news and informations automotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travelautomotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travel

Leave a comment

Your email address will not be published.