Heimsókn á Herjólfsgötu

Nú höfum við fjölskyldan búið á Herjólfsgötunni síðan stuttu fyrir jól og fer afskaplega vel um okkur við hafið. Sunnudagsmogginn kíkti í heimsókn um daginn og myndaði ljósmyndarinn Þórður Arnar Þórðarson  kotið í bak og fyrir.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Ég notaði málningarlímband til að mála fjöllin á vegginn. Þegar það er dimmt úti speglast fjöllin í glugganum, líkt og þau séu við sjóndeildarhringinn.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Útsýnið var eitt af því sem heillaði okkur mest, eins og sést á fyrri færslum.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Skenkurinn kemur frá yndislegu fólki, ömmu og afa mannsins míns, sem fallin eru frá. Þau áttu líka hansahillurnar sem eiga nú heima hjá okkur.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Ghost-klukkuna fékk ég í afmælisgjöf frá manninum mínum hér um árið.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Gamla í uppáhalds stólnum. Þennan fundum við hjóninn og björguðum, en hann var úr eik með bláum ónýtum sessum. Ég veit ekki hvaðan hann kemur upprunalega eða hver hannaði stólinn en hann er óneitanlega líkur hönnun Grete Jalk.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Sófann fengum við í Ilvu og hann kom kvöldið áður en ljósmyndarinn kíkti í heimsókn. Áður vorum við með FatCat sófa úr EgoDekor sem ég var mjög ánægð með en hann var aðeins of stór inn á nýja heimilið.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Svefnherbergið er mjög stórt, sem er fínt því þá er nóg pláss fyrir alla sokkana sem enda stundum á gólfinu. 😉

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Ég er ekki týpan til að eiga snyrtiborð en eitthvað verður að vera í þessu flennistóra herbergi. Svo finnst mér ágætt að hafa þessa fallegu áminningu fyrir augunum: „Grasið er alltaf grænna þar sem það er vökvað“. Myndina gerði dúllurassinn og snillingurinn Dúdda en hún er með vefsíðuna Elskulegt og selur ýmiskonar fallegar myndir.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Ég elska þessa fallegu fataslá úr IKEA. Enn einn hluturinn sem er frekar ólíkt mér að eiga.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Langþráð herbergi einkasonarins sem svaf inni hjá mömmu og pabba fyrstu árin. Mig langar dálítið að smíða eldflaug eða strætó eða eitthvað massíft inn til hans.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Mig langaði að hafa eitthvað frumlegt og skemmtilegt á veggnum. Þessar dúllumyndir teiknaði sonurinn í fyrravor en þetta eru semsagt hann og ég. Mamman blés þær svo stórar upp á vegg.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Fallegustu dúkkuhús veraldar, fengust í IKEA á árum áður en annað fann ég í Góða Hirðinum og hitt á Bland. Múmínplakatið keypti ég í SuomiPRKL! á Laugaveginum.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Skóskápurinn er eitt af ótal verkefnum frá því í Innlit/Útlit.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Og rúsínan í pylsuendanum. Sjálf vinnustofan. Ég gæti ekki verið glaðari að eiga loksins mitt eigið afdrep inni á heimilinu þar sem ég get málað, teiknað og skrifað.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Kríli eftir Línu Rut frá Sigrúnu systur minni, gamlar ljósmyndir og myndavélataska frá ömmu og afa, gömul teikning eftir mig úr FG.

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

innlit hjá henni Bergrúnu Herjólfsgötu

Jæja, þetta er semsagt nýja heimilið – Takk fyrir komuna ! 😉

***

news and informations automotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travelautomotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travel
 1. Sigríður Inga

  25. March 2014 at 17:56

  VÁ!
  Æðisleg íbúð, til lukku með þetta allt saman,
  hrikalega stílhrein og flott eins og við var að búast af ykkur.
  Hlakka til að koma og skoða með eigin augum einn daginn 😉

 2. Helgi Ómars

  25. March 2014 at 19:35

  VÁ!! Hversu fallegt!! Vá, æðiæðiæðiæði!! x

 3. Elva litla lipurtá

  25. March 2014 at 20:02

  Virkilega fallegt heimilið ykkar Begga og takk fyrir að hleypa okkur í heimsókn :o) Ég sagði alveg nokkuð oft í huganum „Vá, þetta er flott og vá, hvað þetta er fínt og …“ c”,)

 4. Bergrún Íris

  26. March 2014 at 08:33

  Ji ég bara roðna 🙂 takk elskuleg fyrir fallegu orðin!
  SIGGA! Viltu gjöra svo vel að bjóða þér í kaffi til mín næst þegar þú kemur suður 🙂

 5. svava

  26. March 2014 at 09:58

  Hæhæ frábær íbúđ og falleg međ ólíkindum. Til lukku međ hana.
  Hvar fékkstu tölvuglugguna â veggnum í stofunni?
  Kvedja Svava

 6. Bergrún Íris

  26. March 2014 at 10:01

  Sjónvarpið er tengt við Mac-mini tölvu og klukkan er screensaverinn á tölvunni 🙂

 7. Þóra

  26. March 2014 at 17:37

  Jii en æðislegt, var gamli skenkurinn á Brimó??
  Flott hjá ykkur. Hey þú búin að koma til mín og nú ég til þín 😉
  Kveðja af Brimó 29

 8. Bergrún Íris

  26. March 2014 at 21:15

  😀 en gaman! Já hann bjó einmitt á Brimó heillengi 🙂 svo hefur hann komið í Fréttblaðinu, Hús&Híbýli og Mogganum, ansi víðförull þessi blessun. Var keyptur í húsgagnaverslun í Eyjum á sínum tíma.
  Gaman að “rekast á þig” hér 🙂 Bið að heilsa í Eyjarnar 😉

Leave a comment

Your email address will not be published.