Bókamessan í Gautaborg

2015-09-24-13.03.33

Nýverið tók ég þátt í Bókamessunni í Gautaborg ásamt fleiri rithöfundum frá Íslandi undir yfirskriftinni Raddir frá Íslandi. Um 100.000 gestir lögðu leið sína á bókamessuna til að skoða og versla, sjá athyglisverð málþing og fyrirlestra ofl. Það er engin leið að útskýra umfang bókamessunnar, fjölda og fjölbreytileika básanna og mannmergðina. Ég er í raun enn að komast niður á jörðina en það er ákveðið sjokk að fara beint úr fæðingarorlofs-bubblunni minni í að taka þátt í tveimur dagskráratriðum á risavaxinni bókamessu. Þess utan var ég að fara í fyrsta sinn frá þeim 8 mánaða og það í sex daga en mömmuhjartað þoldi það nú þokkalega vel og það var ansi gott að sofa óslitnar nætur á þægilegu hótelherbergi. Enginn þvottur, engin eldhúsverk… bara bækur og fleiri bækur!

12092725_10153659043914082_147224782_n

Og fínasti félagsskapur.

12084037_10153659045394082_739669808_n

Við Þórarinn Leifsson ræddum bækurnar okkar en þær eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs (mögulega lengsta heiti á verðlaunum).

12083641_10153659045624082_74068637_n

Við Þórarinn og Áslaug Jónsdóttir vorum líka með stuttar kynningar og höfundaspjall með Katti Hoflin, yfirmanni bókasafnanna í Stokkhólmi.

12083830_10153659045739082_269928806_n

Kári köttur kúrði með golunni … á norsku.

IMG_20150924_110437
Íslenski básinn var töff, en ekki hvað?

IMG_20150924_111130
Litlu veðurbækurnar mínar.

IMG_20150926_150743

Á föstudeginum var ég svo sótt af minni yndislegu vinkonu Írisi sem býr í sætasta hverfinu í Gautaborg. Sænska sólin klikkar auðvitað ekki.

12068898_518124720113_4736943043635906006_o

Á síðasta degi bókamessunnar kíktum við á Conchitu vinkonu okkar.

IMG_20150926_121237

Meira um bókamessuna og Raddir frá Íslandi hér.
Takk fyrir mig!

news and informations automotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travelautomotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travel

Leave a comment

Your email address will not be published.