Archives for

Á vegginn…

..

Veggfóðrið frá Sian Zeng er ekki bara gullfallegt heldur er það líka segulmagnað og fylgja með segulræmur sem hægt er að festa aftan á teikningar og annað smálegt

Skemmtilegt fyrir börn, og fullorðna, til að búa til sinn eigin ævintýraheim!

Origami veggfóður frá merkinu Dottir & Sonur

Ferm Living

Kemur ekkert að sök þó að krakkarnir kroti aðeins á vegginn , kemur örugglega bara skemmtilega út á þessu hressa veggfóðri.

 

og eitt gamalt og gott frá Ferm Living.

***

Aðventan nálgast…

Einfalt pakkadagatal! Sætar gjafir, pakkaðar inn í einfaldan maskínupappír, merktar með stimplum og skreyttar með pínulitlum fánaborðum!

Mínimalisminn í fyrirrúmi! Umslög fest á spjald og litlir glaðningar í hverju umslagi – þetta ættu allir að geta gert. Þessi umslög eru einstaklega falleg, partýbleik að innan.

Hér er ekkert leyndarmál hvað bíður þín næsta dag. Krúttlegt skrautdagatal sem leyfir þér að skreyta jólatréð í rólegheitunum yfir desembermánuð.

***

Skemmtilegt veggfóður

Hversu dásamlegt er þetta barnaherbergi?

Ég elska þetta veggfóður, og snilldin er að þurfa ekki að negla fyrir neinum römmum. Mjög krakkavænt líka og gaman að geta haft myndir beint yfir rúminu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af jarðskjálftum. Auðvitað þarf ekki að setja upp veggfóður og hægt að teikna beint á vegginn þess vegna, nota teip eins og Svana á Svart á hvítu benti á, en japönsk pappírsteip skilja víst ekki eftir sig lím og leiðindi á veggnum.

Loftbelgirnir eru frá Authentic Models og fást á Amazon
Bókahillan gullfallega er frá PB Teen
Tunglplakatið yfir rúminu er frá Kranky Crab

***

css.php