15. október

15. október er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi.

Ég bjó til loftbelg fyrir englana mína en langar að gefa eintök af honum til þeirra sem vilja og tengja við þann missi sem dagurinn snýst um. Þetta er ekki leikur, þú þarft ekkert að kvitta eða deila. Sendu mér bara skilaboð til að nálgast myndina þína.

minning copy

Textinn er eftir mig og er brot úr vögguvísunni Í rökkurró með Hinemoa. Einnig er hægt að fá belginn án orða, fá nafn, dagsetningu og annað áletrað á belginn eða í skýin.

Í kvöld verður minningarstund í Bústaðakirkju og hefst athöfnin kl. 20:30. Áhugasamir geta kynnt sér Styrktarfélagið Gleymmérei.

xxx

news and informations automotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travelautomotive,business,crime,health,life,politics,science,technology,travel
 1. Auður Ketilsdóttir

  15. October 2015 at 13:38

  ávallt í hjarta mér

 2. Kolbrún Rósum og rjóma

  15. October 2015 at 19:43

  Mér finnst þessi útgáfa af loftbelgjunum alveg einstaklega falleg og þetta framtak þitt ekki síður fallegt.

 3. Bergrún Íris

  3. November 2015 at 08:27

  takk kærlega fyrir það 🙂

 4. Ásdís

  9. November 2015 at 23:42

  Takk kærlega fyrir mig!
  Þessi loftbelgur er dásemd og er kominn upp á vegg 🙂

Leave a comment

Your email address will not be published.