Bergrún Íris

...málar barnaherbergi, myndskreytir barnabækur og námsefni og málar verk fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Á bloggið Óskalistann rata svo inn ýmsar vangaveltur um hönnun og heimili, leikhús, myndlist og margt fleira.

Líka á Facebook!
  • Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

    Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

  • Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

    Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

Herbergi

Herbergi

Hvert barnaherbergi er einstakt og tekur mið af persónuleika barnsins og áhugamálum þess.
Read More
Verkefni

Verkefni

Ýmis verkefni fyrir útgáfu, einstaklinga og fyrirtæki.
Read More
Bergrún Íris

Bergrún Íris

Teiknari, blaðamaður og áhugamanneskja um fallegu hlutina í lífinu.
Read More
Ýmis verk

Ýmis verk

Blek-, vatnslita-, akrýl- og olíuverk.
Read More

Dótafata frá Andarunganum

online vergleich kredit
sofortkredit hier trockner test neuer online kredit

Ég hef dálítið verið að vandræðast með bangsa og bolta sonarins en loks eignaðist hann dásamlega hirslu sem bjargar alveg málunum!

1

Dótafatan er frá fallega barnavörumerkinu 3 Sprouts og fæst hjá vefversluninni Andarunginn.is!

2

Fyrir utan að vera einstaklega praktísk er rebbadúllan svo falleg og setur alveg punktinn yfir i-ið í herberginu.

3

Dótafatan er úr níðsterkri bómull með plasthúð að innan svo hana er mjög auðvelt að þrífa! Það er nú ekki verra með leikskólabarn á heimilinu :)

STORAGE_BIN_BROWN_CARAMEL_1024x1024 STORAGE_BIN_GRAY_RACCOON_1024x1024

Dótaföturnar eru með hinum ýmsu dúlludýrum en myndirnar eru úr felti, stílhreinar og fallegar.

homepage_photo_14

3sprouts_slider5

Hjá Andarunganum fást líka þessir æðislegu dótakassar sem smellpassa í Expedit hillur.

3sproutssfeerbeeldopbergtassen

Krúttlegir bleyju eða smáhlutapokar fyrir yngri krílin, inn á baðherbergi, eða fyrir hvað það sem fólki hugnast.

awesome-toy-storage-tubs-lifestyle-racoon-bin

Það er ansi erfitt að gera upp á milli þessara dásamlegu poka!chest_leopard

Dótakassinn er líka ansi veglegur og flottur, sérstaklega hentugur í stofu eða á gang ef barnaherbergin rúma ekki leikföngin.

homepage_photo_14

5

Sæta rebbaskott!

Meira dúllulegt á andarunginn.is!

Dásamlegar ljósmyndir

Rússneski ljósmyndarinn Katerina Plotnikova á heiðurinn að þessum súrrealísku og gullfallegu ljósmyndum sem ég rakst á inn á vefsíðunni Bored Panda. Myndirnar eru ekki bara fallegar heldur eru aðstæðurnar líka raunverulegar, það er að segja fyrirsæturnar sitja í alvöru fyrir með dýrunum. Dýrin eru að sjálfsögðu þrautþjálfuð og nýtur ljósmyndarinn aðstoðar dýraþjálfara sem verðlaunar dýrin með góðgæti milli þess sem myndirnar eru teknar.

katerina-plotnikova-photography-3

katerina-plotnikova-photography-4

katerina-plotnikova-photography-7

katerina-plotnikova-photography-9

katerina-plotnikova-photography-10

katerina-plotnikova-photography-11

katerina-plotnikova-photography-12

katerina-plotnikova-photography-13

katerina-plotnikova-photography-14

Og ein svona behind the scenes að lokum …

katerina-plotnikova-photography-22

Bræður og bestu vinir

Um daginn heimsótti ég æðislega bræður sem voru að flytja í nýtt hús. Við breytingar á húsinu ákváðu foreldrar þeirra að láta gera gat á milli herbergja bræðranna sem eru þriggja og fjögurra ára gamlir. Þannig geta þeir skriðið á milli og kíkt í heimsókn yfir til hvors annars þegar þeim sýnist auk þess sem gatið er bráðskemmtilegt í hinum ýmsu leikjum.

13

Í herbergi þess yngra málaði ég blátt tré og þar sem herramaðurinn er hrifinn af Dýrunum í Hálsaskógi varð auðvitað að smella syngjandi Lilla upp á grein. Mikka Ref má sjá við hægri rætur trésins en það var mikilvægt að hann væri ekki ógurlegur heldur „Góði Mikki“.

10

Lilli situr yfir rúminu.

14

Ég veit ekki með ykkur en sjálf hefði ég elskað svona gat á milli herbergja í æsku. Reyndar deildum við systurnar herbergi og þurftum því ekkert gat, en ef Darri Freyr ætti systkini væri ég pottþétt búin að græja holu í vegginn!

12

15

Hér sést Mikki betur og gatið sem liggur yfir í herbergi stóra bróður.

9

Herbergi eldri snáðans er grænt og hann vissi sko alveg hvernig þema hann vildi hafa.

 6

Gullbrá og birnirnir þrír prýða vegginn og er ég virkilega ánægð með útkomuna, þó ég segi sjálf frá.

7

Segultaflan úr Ólátagarði setur svip sinn á herbergið og ég er sérstaklega hrifin af litla skrifborðinu.

8

Gullbrá á göngu.

5

Við ákváðum að hafa birnina líka alvöru björnum en ekki bangsalega og upprétta.

4

3

Ljósin í báðum herbergjum eru líka úr Ólátagarði.
1

Krúttleg herbergi fyrir krúttlega bræður!

***

css.php