Bergrún Íris

...málar barnaherbergi, myndskreytir barnabækur og námsefni og málar verk fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Á bloggið Óskalistann rata svo inn ýmsar vangaveltur um hönnun og heimili, leikhús, myndlist og margt fleira.

Líka á Facebook!
  • Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

    Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

  • Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

    Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

Herbergi

Herbergi

Hvert barnaherbergi er einstakt og tekur mið af persónuleika barnsins og áhugamálum þess.
Read More
Verkefni

Verkefni

Ýmis verkefni fyrir útgáfu, einstaklinga og fyrirtæki.
Read More
Bergrún Íris

Bergrún Íris

Teiknari, blaðamaður og áhugamanneskja um fallegu hlutina í lífinu.
Read More
Ýmis verk

Ýmis verk

Blek-, vatnslita-, akrýl- og olíuverk.
Read More

Opnaðu hjartað!

online vergleich kredit
sofortkredit hier trockner test neuer online kredit

 23452

Fimm stjörnu sýning í Kúlunni!

Viljirðu taka þér frí frá hversdeginum, hverfa um stund inn í töfraveröld og upplifa einstaka galdra mæli ég með því að þú gerir þér ferð í Kúlu Þjóðleikhússins. Þar er þessa dagana verið að sýna Litla prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry en söguna þekkja margir, ef ekki í bókarformi þá af sviði eða úr sjónvarpi.

Litli prinsinn er saga fyrir börn og fullorðna, ljóðræn og full af fallegri heimspeki um lífið og tilveruna, samskipti okkar og hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Flugmaðurinn, leikinn af Snorra Engilbertssyni, fær til sín í heimsókn frænku sína og litla stúlku og tekur að segja þeim söguna af því þegar hann brotlenti í eyðimörkinni og kynntist litla prinsinum. Stúlkan bregður sér á einfaldan hátt í gervi litla prinsins og fylgjum við honum frá því hann kveður rósina sína á heimaplánetunni B-612 og þar til hann lendir í Sahara-eyðimörkinni og kynnist flugmanninum. Höfundur verksins var sjálfur flugmaður og hvarf á flugi yfir Miðjarðarhafinu árið 1944.

GetShowImage

Með stjörnur í augunum

Sagan er sem sagt heillandi með eindæmum. Það er þó ekki nóg því mikilvægt er að fara ofsalega vel með jafnfallegt, flókið og viðkvæmt viðfangsefni, sér í lagi þegar ung börn eru í salnum. Leikritið er fyrir sex ára og eldri en efni sögunnar skilja best börn yfir átta ára. Þó mætti ég með minn fjögurra og hálfs árs en guttinn er nokkuð leikhúsvanur og því vissi ég að hann yrði ekki eirðarlaus á sýningunni þótt efnið færi kannski fyrir ofan garð og neðan. Svo varð úr að við mæðginin sátum opinmynnt, með stjörnur í augunum yfir töfrum leikhússins; leikmynd Högna Sigurþórssonar, lýsingu Magnúsar Arnar Sigurðarsonar og tónlist Völu Gestsdóttur. Búningar Leilu Arge komu vel út, sérstaklega þegar hún fékk virkilega að njóta sín, eins og í búningi konungsins. Leikarinn Stefán Hallur leikstýrir verkinu og verð ég að segja að ég kann vel við hann á sviði en enn betur í leikstjórastólnum.

 234

Akkúrat mátuleg

Ætti ég að hlaða leikarana, Snorra Engilbertsson, Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og Eddu Arnljótsdóttur, öllu því lofi sem þau eiga skilið myndi þessi stutta rýni ekki duga mér, því öll eru þau hreint út sagt dásamleg í hlutverkum sínum. Edda er bráðfyndin sem kóngurinn en atriðið gladdi með eindæmum og hristust leikhúsgestir úr hlátri. Snorri var fullkominn í öllum blæbrigðum sínum, hvorki of né van heldur akkúrat mátulegur. Þórunn Arna, með sína barnslegu einlægni og blik í auga, náði mér fullkomlega á sitt vald. Hún lék ekki litla prinsinn, hún var litli prinsinn.

Mamma, þú ert …

Umgjörð verksins kom sífellt á óvart og ég naut þess að upplifa mitt innra barn, forvitið og forviða yfir töfrunum sem birtust á gólfi, veggjum og lofti. Við mæðginin fórum glöð heim yfir góðri skemmtun, dálítið leið yfir harmrænum en um leið fallegum endinum, en fyrst og fremst hugsi og ákváðum að kaupa bráðum bókina góðu og lesa hana saman. Þá verður gaman að rifja upp klukkustundina í Kúlunni þar sem ég varð aftur barn og barnið mitt féll í stafi yfir vandaðri leiksýningu. Við höfum þegar kíkt á heimasíðu Þjóðleikhússins til að skoða ljósmyndir úr sýningunni – og sá litli leit hugsandi á mig og sagði: „Mamma, þú ert rósin hans pabba.“ Svo hló hann prakkarahlátrinum sínum og við hlupum út í góða veðrið til að kríta saman.

20140410_191728

Dótafata frá Andarunganum

Ég hef dálítið verið að vandræðast með bangsa og bolta sonarins en loks eignaðist hann dásamlega hirslu sem bjargar alveg málunum!

1

Dótafatan er frá fallega barnavörumerkinu 3 Sprouts og fæst hjá vefversluninni Andarunginn.is!

2

Fyrir utan að vera einstaklega praktísk er rebbadúllan svo falleg og setur alveg punktinn yfir i-ið í herberginu.

3

Dótafatan er úr níðsterkri bómull með plasthúð að innan svo hana er mjög auðvelt að þrífa! Það er nú ekki verra með leikskólabarn á heimilinu :)

STORAGE_BIN_BROWN_CARAMEL_1024x1024 STORAGE_BIN_GRAY_RACCOON_1024x1024

Dótaföturnar eru með hinum ýmsu dúlludýrum en myndirnar eru úr felti, stílhreinar og fallegar.

homepage_photo_14

3sprouts_slider5

Hjá Andarunganum fást líka þessir æðislegu dótakassar sem smellpassa í Expedit hillur.

3sproutssfeerbeeldopbergtassen

Krúttlegir bleyju eða smáhlutapokar fyrir yngri krílin, inn á baðherbergi, eða fyrir hvað það sem fólki hugnast.

awesome-toy-storage-tubs-lifestyle-racoon-bin

Það er ansi erfitt að gera upp á milli þessara dásamlegu poka!chest_leopard

Dótakassinn er líka ansi veglegur og flottur, sérstaklega hentugur í stofu eða á gang ef barnaherbergin rúma ekki leikföngin.

homepage_photo_14

5

Sæta rebbaskott!

Meira dúllulegt á andarunginn.is!

Dásamlegar ljósmyndir

Rússneski ljósmyndarinn Katerina Plotnikova á heiðurinn að þessum súrrealísku og gullfallegu ljósmyndum sem ég rakst á inn á vefsíðunni Bored Panda. Myndirnar eru ekki bara fallegar heldur eru aðstæðurnar líka raunverulegar, það er að segja fyrirsæturnar sitja í alvöru fyrir með dýrunum. Dýrin eru að sjálfsögðu þrautþjálfuð og nýtur ljósmyndarinn aðstoðar dýraþjálfara sem verðlaunar dýrin með góðgæti milli þess sem myndirnar eru teknar.

katerina-plotnikova-photography-3

katerina-plotnikova-photography-4

katerina-plotnikova-photography-7

katerina-plotnikova-photography-9

katerina-plotnikova-photography-10

katerina-plotnikova-photography-11

katerina-plotnikova-photography-12

katerina-plotnikova-photography-13

katerina-plotnikova-photography-14

Og ein svona behind the scenes að lokum …

katerina-plotnikova-photography-22

css.php