Bergrún Íris

...málar barnaherbergi, myndskreytir barnabækur og námsefni og málar verk fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Á bloggið Óskalistann rata svo inn ýmsar vangaveltur um hönnun og heimili, leikhús, myndlist og margt fleira.

Líka á Facebook!
  • Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

    Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

  • Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

    Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

Herbergi

Herbergi

Hvert barnaherbergi er einstakt og tekur mið af persónuleika barnsins og áhugamálum þess.
Read More
Verkefni

Verkefni

Ýmis verkefni fyrir útgáfu, einstaklinga og fyrirtæki.
Read More
Bergrún Íris

Bergrún Íris

Teiknari, blaðamaður og áhugamanneskja um fallegu hlutina í lífinu.
Read More
Ýmis verk

Ýmis verk

Blek-, vatnslita-, akrýl- og olíuverk.
Read More

Sætt í Söstrene

 

Anna og Clara eru ekkert að grínast með fegurðina sem er væntanleg í byrjun mars! Ég fletti nýlega bæklingnum á heimasíðunni og stoppaði við næstum alla fallegu hlutina.

Screen Shot 2015-03-04 at 09.58.23

Kolllurinn, vírkarfan og síðast en ekki síðst borðlampinn… be still my beating heart.Screen Shot 2015-03-04 at 09.58.33

Halló krútt!

Screen Shot 2015-03-04 at 09.58.51

Söstrene mun líka bjóða upp á þessi fögru ljós.

Screen Shot 2015-03-04 at 09.58.57

Screen Shot 2015-03-04 at 09.59.53

Spegillinn myndi nú sóma sér vel hérna á ganginum hjá mér….

Screen Shot 2015-03-04 at 10.00.17

Screen Shot 2015-03-04 at 10.01.35Kannski er það af því að ég er í fæðingarorlofi… en mig langar endalaust að breyta og dúlla hérna heima. Gangurinn er í vinnslu, hlakka til að sýna ykkur myndir af honum þegar hann er tilbúinn.

Smellið á myndina til að fletta bæklingnum fagra.

xxx

Loksins Lúlla :)

1383546_724726214263686_1798575880840624122_n

Ég er búin að bíða spennt eftir Lulla-dúkkunni frá Róró sem er nú loksins hægt að kaupa á Indie Gogo. Reyndar get ég tæknilega séð alveg beðið í nokkrar vikur enn, því krílið mitt kemur ekki í heiminn fyrr en í byrjun jan, en þessi fallega brúða verður klárlega keypt inn á heimilið. Hún er ekki aðeins fögur heldur hefur býr hún yfir ótal kostum. Lulla doll er semsagt íslensk hönnun sem hefur vakið gífurlega athygli erlendis en brúðan gefur frá sér hljóð; hjartslátt og andardrátt, og hjálpar þannig barninu að sofa betur, róar það og veitir öryggistilfinningu.

Þetta dásamlega myndband útskýrir brúðuna betur.

906580_640192189383756_3469376486297470912_o  10269248_641034742632834_7876445303707387778_o

10700732_720930867976554_8954138968556541517_o

Sjálf er ég alltaf agalega ánægð með fyrirtæki sem kjósa að markaðssetja vörurnar sínar ekki sérstaklega fyrir stráka eða stelpur og hér er ekkert verið að flækja hlutina, Lulla-brúðan er fyrir bæði kynin, ekki spes bleik dúkka fyrir stelpur eða blá fyrir stráka. Róró er einnig í samstarfi við Unicef og hjálpar þannig bágstöddum börnum um allan heim.

Æ þessar fallegu myndir gera mig enn spenntari fyrir nýju ári og nýju, og eflaust krefjandi, hlutverki sem tveggja barna móðir.

***

Þinn er heimurinn

Við mæðginin erum voðalega hrifin af hnöttum og landakortum, eins og sést á heimilinu.

Screen Shot 2014-10-20 at 13.06.47Screen Shot 2014-10-20 at 13.08.55

Sniðuga systir mín stakk upp á því að ég teiknaði loftbelg með heimskorti og hér er hann tilbúinn, heimsbelgurinn, í allri sinni dýrð.

s

Heimsbelgurinn fæst sem A3 plakat í ramma og er prentaður af snillingunum í Prentun.is í Hafnarfirði á vandaðan og fallegan pappír. Einnig er hægt að fá belgina í A4 með áletrun, nafni, fæðingarupplýsingum og slíku.

IMG_20141020_125305-1 copysynishorn

Hvaða foreldri vill ekki gefa barninu sínu allan heiminn?

***

css.php