Bergrún Íris

...málar barnaherbergi, myndskreytir barnabækur og námsefni og málar verk fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Á bloggið Óskalistann rata svo inn ýmsar vangaveltur um hönnun og heimili, leikhús, myndlist og margt fleira.

Líka á Facebook!
  • Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

    Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

  • Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

    Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

Herbergi

Herbergi

Hvert barnaherbergi er einstakt og tekur mið af persónuleika barnsins og áhugamálum þess.
Read More
Verkefni

Verkefni

Ýmis verkefni fyrir útgáfu, einstaklinga og fyrirtæki.
Read More
Bergrún Íris

Bergrún Íris

Teiknari, blaðamaður og áhugamanneskja um fallegu hlutina í lífinu.
Read More
Ýmis verk

Ýmis verk

Blek-, vatnslita-, akrýl- og olíuverk.
Read More

Þinn er heimurinn

free live sexcams

Við mæðginin erum voðalega hrifin af hnöttum og landakortum, eins og sést á heimilinu.

Screen Shot 2014-10-20 at 13.06.47Screen Shot 2014-10-20 at 13.08.55

Sniðuga systir mín stakk upp á því að ég teiknaði loftbelg með heimskorti og hér er hann tilbúinn, heimsbelgurinn, í allri sinni dýrð.

s

Heimsbelgurinn fæst sem A3 plakat í ramma og er prentaður af snillingunum í Prentun.is í Hafnarfirði á vandaðan og fallegan pappír. Einnig er hægt að fá belgina í A4 með áletrun, nafni, fæðingarupplýsingum og slíku.

IMG_20141020_125305-1 copysynishorn

Hvaða foreldri vill ekki gefa barninu sínu allan heiminn?

***

Hlátur gerir hús að heimili

Við hjónin deildum svefnherbergi með syni okkar þar til hann var orðinn rúmlega þriggja ára enda bjuggum við í tveggja herbergja íbúð. Svefnherbergið var þó þokkalega rúmgott og fór vel um okkur öll þó stundum væri dálítið þröngt á þingi.

Screen Shot 2014-09-28 at 09.10.32

Herbergið var heldur meira hans en okkar – enda þurftum við svosem ekki annað en eitt rúm. (Mynd úr Húsum og Híbýlum 2012)

Það gat líka verið ofsalega notalegt að deila svefnherbergi og eitt sinn skrifaði ég þetta á Facebook:

„Að hlusta á barnið sitt hlæja upp úr svefni breytir tveggja herbergja blokkaríbúð í höll.“

Þegar við fluttum í stærri íbúð þurfti mamman að venjast því að sofna ekki við andardrátt, hlátur og tal upp úr svefni en það sem situr eftir er þessi fallegi sannleikur: Barnahlátur, hvort sem er í svefni eða vöku, er bestur í heimi og fyllir heimilið lífi.

Ég bjó seinna til mynd handa bróður mínum og fjölskyldu hans sem á stóð Hlátur gerir hús að heimili og setningin hefur setið í mér alla tíð síðan.

hlátur

hús2Orðin mín eru nú komin inn í eitt stykki krúttlegt hús og fáanleg í tveimur römmum, A4 í A3 ramma með kartoni og A4 í A4 ramma án kartons.
Hægt er að fá nöfn heimilisfólksins skrifuð í skýin og ekkert mál að skilja eftir tóm ský ef fjölgar í fjölskyldunni eða jafnvel bæta við skýjum seinna. Til dæmis sniðugt í eldhúsið, anddyrið, stofuna eða ganginn og tilvalin innflutningsgjöf.

***

Fyrir og eftir

Sonurinn verður fimm ára í næsta mánuði og stóri bróðir í byrjun næsta árs. Okkur þótti því kominn tími til að breyta aðeins til í herberginu hans. Svona var það fyrir, þegar Sunnudagsmogginn kíkti í heimsókn síðastliðinn vetur.fyrirogeftirOg svona lítur það út eftir. Við erum alsæl með útkomuna og ekki síst litli indíáninn sem hefur valið sér indíánanafnið Litli Hrafn – „af því að hrafninn finnur gullið“. Elskulega loftljósið er frá Snowpuppe og fæst hjá Krúnk. Við erum svo sérstaklega hrifin af fallega Vilac indíánatjaldinu sem fæst hjá I am Happy en inn í það settum við teppi, gæru, púða, ljósaseríu sem hitnar sama og ekkert og geislaspilara drengsins. Það er því orðið ansi huggulegt í horninu. Herbergið er að vísu töluvert stærra en sést á myndinni. Á veggnum við dyrnar er 4×4 Expedit hilla með bókum og hirslum undir leikföng og fataskápur .

1

Metnaðarfullir indíánar verða að eiga boga og örvar í stíl við tjaldið. Vopnabúrið er í Rebbadótakörfunni frá Andarunganum, ásamt tuskudýrum, fánum ofl. Gömlu ferðatöskuna höfum við átt frá því að pjakkurinn fagnaði árs afmælinu sínu og er hún full af lestum og lestarteinum.

2

Danska heimskortið er algjör antík-gersemi, prentað á striga og gullfallegt.

3

4

Mamman skreytti svo tjaldið með fjöðrum, klipptum út úr svörtum pappa. Í bakgrunni sést indíánabelgur, en ekki hvað?

indíána

Loftbelgirnir mínir fást í Gallerí List. Indíánabelgurinn er að vísu ekki kominn þangað en ef fólk hefur e-ar spurningar um loftbelgina má endilega senda mér póst á bergruniris@gmail.com.

5

Við eigum svo eftir að finna út úr því hvar korktaflan frá Söstrene Grene endar. Við mæðginin erum ekki alveg tilbúin að mála yfir samvinnuverkefnið okkar svo það kemur í ljós hvar skýið fer upp. Ljósahnöttinn keypti ég af Svönu á Trendnet á fatamarkaði í fyrra. Peran fór hinsvegar um daginn og ég hef ekki komist í að skipta henni út en þið ímyndið ykkur bara ljósið. ;)

IMG_20140918_195228

Ég tek æ oftar að mér ráðgjöf varðandi breytingar og fólk má endilega senda mér línu ef það vantar aðstoð: bergruniris@gmail.com.

***

css.php