Bergrún Íris

...málar barnaherbergi, myndskreytir barnabækur og námsefni og málar verk fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Á bloggið Óskalistann rata svo inn ýmsar vangaveltur um hönnun og heimili, leikhús, myndlist og margt fleira.

Líka á Facebook!
  • Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

    Handmáluð barnaherbergi sem eldast með barninu.

  • Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

    Hafðu samband - bergruniris@gmail.com

Barnaherbergi - Kids Rooms

Barnaherbergi - Kids Rooms

Mála stílhreinar myndir í barnaherbergi, sniðnar að persónuleika og áhugamálum barnsins / Simple silhouette murals for kids rooms.
Read More
Teikningar - Illustrations

Teikningar - Illustrations

Barnabækur, fræðibækur, námsefni, spjaldtölvuleikir og fleira / Children's books, handbooks, educational books, apps etc.
Read More
Bergrún Íris

Bergrún Íris

Teiknari, blaðamaður, listamaður / Illustrator, journalist, artist.
Read More
Ýmis verk - Misc.

Ýmis verk - Misc.

Blekteikningar, vatnslitaverk, olíu- og akrýlverk / Fine art
Read More

@oskalistinn_art

Screen Shot 2015-05-12 at 09.31.25

Síðusta árið hef ég fært mig æ meira yfir á Instagram. Þessi vefsíða er fyrst og fremst hugsuð sem eins konar portfolio þó ég smelli inn einstaka bloggi. Ég ætla mér alltaf að vera duglegri en finnst Instagram skemmtilegri miðill. Þar er meðal annars að finna myndir frá vinnuferlinu í hinum og þessum verkefnum…

Screen Shot 2015-05-12 at 09.23.58

Screen Shot 2015-05-12 at 09.23.34

Screen Shot 2015-05-12 at 09.34.26

… allt sem viðkemur loftbelgjunum…

Screen Shot 2015-05-12 at 09.23.22

Screen Shot 2015-05-12 at 09.30.40

Screen Shot 2015-05-12 at 09.30.25… myndir frá heimilinu mínu…

  Screen Shot 2015-05-12 at 09.24.37

  Screen Shot 2015-05-12 at 09.24.19

Screen Shot 2015-05-12 at 09.24.07… myndir frá ánægðum viðskiptavinum…

Screen Shot 2015-05-12 at 09.34.34

Screen Shot 2015-05-12 at 09.34.54

… og ótal margt fleira! Kíktu á @oskalistinn_art á Instagram!

Hansa-ást

Ég var aðeins að endurraða í hansahillunum í stofunni. Þessar hillur koma frá góðu fólki og mér þykir afskaplega vænt um þær.

IMG_8719

Blái liturinn á veggnum er úr Slippfélaginu. Fyrsta daginn eftir að við máluðum fannst mér hann allt of baby-blár en þegar hansahillurnar voru komnar upp var ég í skýjunum með útkomuna. Ég elska brúnan og bláan saman.

IMG_8743

Krummakertið kom inn á heimilið um daginn, síðbúin innflutningsgjöf frá Kristínu frænku. Litli kertastjakinn er úr Rúmfatalagernum, þar leynast oft fallegir smáhlutir. Litla boxið er frá ömmu og afa mannsins míns, sem fallin eru frá, en þau áttu líka hansa-hilluna. Boxið geymir enn í dag lykilinn að skápnum (undir neðstu hillunni), rétt eins og það gerði hjá þeim. Hreindýrabókin er að mig minnir úr Söstrene Grene og fallega steininn gaf mamma mín Darra Frey, syni mínum, sem deilir steinaáhuga með ömmu sinni. Það eru hinsvegar oft miklir grallarar í heimsókn hjá honum og þá fær steinninn ekki að vera í friði svo honum var forðað úr barnaherberginu í bili.

IMG_8742

Helst vil ég hafa bækur um alla íbúð en flestar eru þær í bókahillu inni á vinnustofunni minni (og á gólfinu, á skrifborðinu og í gluggakistunni.) Þessar þrjár fá þó að vera í stofunni. Kahler-kertastjakinn var innflutningsgjöf, litla bláa reiðhjólið átti bróðir minn sem barn, litli glæri kertastjakinn kemur frá ömmu minni. Blái kertastjakinn er frá House Doctor og sá hvíti stóri er úr RL-búðinni (jebb, Rúmfó!)

IMG_8737

Ugla frá Heiðdísi vinkonu  minni og dásamleg myndavél sem mamma og pabbi fundu á markaði í Danmörku og færðu mér þegar ég bjó í Köben.

IMG_8750

Já ég er með dálítið blæti fyrir gömlum myndavélum, en þessa  átti afi minn heitinn

IMG_8753

Fallegu litlu skóna fékk Hrannar Þór, yngri sonur minn, frá Sigrúnu systur og Stefáni mági mínum.

IMG_8757

IMG_8759

Þessi fallegi steinn á sér ansi merkilega sögu en mamma mín fann hann í fjöru á Króksfjarðarnesi um 8-9 ára gömul. Best að gefa henni orðið:

Ég fann þennan stein, heilan og óbrotinn, tók hann upp og henti honum á annan stein í fjörunni. Steinninn brotnaði í tvennt og við blasti við þetta ævintýri innan í honum. Þá voru þarna þýskir jarðfræðingar, upp um allt, að skoða íslenskar steindir og berg. Ég talaði oft við þá eins og börn gera, svona með fingramáli, og ákvað að gefa þeim steinbrotin. Nokkrum dögum seinna komu þeir aftur og gáfu mér annan helminginn og höfðu þeir þá slípað hann svona flott til. Veturinn eftir sá ég fræðsluþátt í sjónvarpinu um jarðfræði Íslands og þar birtist hinn hluti steinsins míns! Ég vissi aldrei hvað þýsku vinir mínir hétu, en steininn átti ég til minningar og nú á litli jarðfræðingurinn minn, hann Darri Freyr, steininn minn.

IMG_8760

IMG_8761

Ég elska blóm en á heimilinu er blómaborðandi köttur, svo þessi fara í efstu hilluna.

IMG_8765

Uppáhalds myndin mín – með hárskrautinu mínu frá brúðkaupsdeginum.

IMG_8770

Viðarhjartað fékk ég frá eiginmanninum á konudaginn en það er búið til úr viðarbroti úr indverskum báti. Hnötturinn var svo gjöf frá bróður mínum og mágkonu til frumburðarins þegar hann kom í heiminn.

IMG_8723

Ég veit að það er snjókorn þarna sem er kannski ekki það sumarlegasta – en það er ekki eins og við búum við brasilíska sól.

En nóg um það, íslenska sólin er samt góð og næst á dagskrá er að senda sumarbókina mína í prentun. Við erum í leit a frábærum titli á bókina inn á facebook. Getur þú hjálpað?

Screen Shot 2015-05-07 at 09.44.50

Uppi í skýjunum

IMG_20150505_111008

Fyrir tíma Internetsins sendi fólk hvort öðru bréf og póstkort. Ég elskaði að fá bréf sem barn og átti pennavini um allan heim, sem ég fann að sjálfsögðu í gegnum Æskuna. Foreldrar mínir hafa haft það fyrir venju að senda fimm ára syni mínum póstkort frá ferðalögum sínum og hann á líka mörg póstkort sem systir mín sendi honum frá framandi löndum þegar hún starfaði sem flugfreyja. Mamma og pabbi fluttu nýlega í nýtt hús og í flutningunum fannst póstkort sem þau fengu sent frá Noregi, viku eftir að ég kom í heiminn. Í dag fæðist barn og einhverjum klukkustundum síðar fréttir Facebook það og hamingjuóskunum tekur að rigna inn. Þar lúra þær á „veggnum“ í einhvern tíma en svo fennir yfir með barnamyndum, tenglum og öðru þar til kveðjurnar eru komnar á kaf. Mér þykir voða skemmtilegt að eiga þetta póstkort, sérstaklega af því að ég er svo veik fyrir skemmtilegum tilviljunum.

20150505_105359

Í póstkortinu stendur:

Oslo 11.02.1985

Þar sem ég veit að þið eruð langt uppi í skýjunum þá sendi ég ykkur þetta kort og því fylgir hjartanleg hamingjuósk með vatnsberastelpuna. Ég er viss um að hún á eftir að vera skemmtileg og óútreiknanleg eins og frænka hennar.

B.kv.

Hansína

 

Hvort ég er skemmtileg verða aðrir að dæma en ég skal alveg gangast við því að vera óútreiknanleg… Og af því að ég trúi á óskir og örlög þá vil ég auðvitað meina að frænka mín hafi vitað meira en ég þegar hún valdi kort með mynd af loftbelg og svo er kortið sent frá Osló en þar kynntist ég eiginmanninum mínum! Auðvitað eru þetta allt tilviljanir, en það má hafa gaman af þeim engu að síður.

Takk fyrir kveðjuna Hansína, ég vona að ég hafi staðið undir væntingum!

***

css.php